Við í 5. og 6. bekk bjuggum til verkefni sem heitir Störfin í bænum. Við buðum foreldrum að koma og skoða það í gær, þriðjudaginn 16. maí, buðum uppá kaffi, djús og jógúrtkökur. Við byrjuðum á því að velja starfsstað á Vopnafirði, okkur var skipt í hópa eftir því hvað við völdum, í 2-4 manna hópa. Við þurftum að afla okkur upplýsinga um störfin, tókum viðtöl við starfandi fólk og fórum í vettvangsskoðanir. Við gerðum einnig ritunarverkefni um vettvangsheimsóknina. Við fengum að ráða hvernig við skiluðum þessum upplýsingum frá okkur. Leikrit, veggspjald, skyggnur, notuðum qr kóða fyrir ýmis myndbönd o.fl. Við höfum unnið í þessu verkefni síðan í febrúar, þetta hefur verið algjör rússíbani en mjög skemmtilegt.
Takk fyrir að koma kæru foreldrar, kv. 5. og 6. bekkur.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.