Þorrablót nemenda í 6. - 10. bekk og starfsfólks var haldið í gær, fimmtudag. Á blótinu var að sjálfsögðu borðaður þorramatur, 9. bekkur sá um skreytingar á salnum ásamt hjálparfólki, nemendur 8. bekkjar þjónuðu gestum og nemendur 10. bekkjar buðu upp á frábæra skemmtidagskrá. Þar sýndu þeir myndband af starfsfólki og nemendum að syngja og dans, nemendur 10. bekkjar sömdu og sýndu leikrit þar sem þeir gerðu góðlátlegt grín af starfsfólki og sjálfum sér og í lokinn var ball í frábærri stemmingu.
Á föstudag var svo haldið lítið blót fyrir 1. - 5. bekk þar sem nemendur fengu að smakka þorramat og horfa á myndbandið frá því kvöldinu áður.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.