Fréttir

Skólahald fellur niður

Í samráði við aðgerðastjórn Austurlands hefur verið ákveðið að fella niður skólahald í Vopnafjarðarskóla á morgun, 11. nóvember. Tekin verður ákvörðun um framhaldið þegar niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þetta er þá þriðji dagurinn sem skólahald fellur niður en vonandi getur skólahald verið með eðlilegum hætti á föstudag.
Lesa meira

Legó keppni

7. og 8. bekkur Vopnafjarðarskóla tekur þátt í First Lego League 2021. keppnin verður haldin í Háskólabíó laugardaginn 13. nóvember. Þema ársins er Cargo Connect eða vöruflutningar. Sólrún Dögg Baldursdóttir er verkefnisstjóri og gengur undirbúningurinn vel.
Lesa meira

Forvarnarfræðsla í skólanum

Miðvikudaginn 20. október verður Forvarnarfræðslan/Maggi Stef með fræðslu fyrir nemendur og foreldra/forráðmenn. Nemendur í 7.-10. bekk fá fræðslu um skaðsemi fikniefna og fer fræðslan fram í fjarfundabúnaði. Miðvikudagskvöldið 20. október kl. 20.00 verður síðan fræðslufundur/foreldrafundur þar sem komið er inná uppeldistengd málefni, einkenni og útlit fíkniefna, gildi, hefðir og venjur, og fleira. Það þarf jú heilt þorp til að ala upp barn. Látum okkur þessi mál varða.
Lesa meira

Góðir gestir í skólanum

Það er búið að vera gestkvæmt hjá okkur síðustu daga og vikur. Mánudaginn 11. október kom Skáld í skólum í heimsókn í 2.-6. bekk. Rithöfundarnir sem heimsóttu okkur að þessu sinni voru Blær Guðmundsdóttir og Hilmar Óskarsson. List fyrir alla kom í heimsókn til okkar fimmtudaginn 7. október og að þessu sinni kom Kristín Ragna Gunnarsdóttur. Hún er rithöfundur, teiknara og hugmyndasmiður.
Lesa meira

Danskennsla

Lesa meira

Skólasetning og skólabyrjun

Skólinn verður settur föstudaginn 20. ágúst kl. 13.00. Að þessu sinni verða eingöngu nemendur og starfsfólk við skólasetningu. Mánudaginn 23. ágúst verða nemendur og foreldrar/forráðamenn boðaðir til viðtals við umsjónarkennara. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 24. ágúst.
Lesa meira