Dagur gegn einelti

Markmið dagsins sem er að öllu jöfnu haldinn 8. nóvmber ár hver, er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. 

Við hvetjum alla til að klæðast grænu þennan dag.  Í eineltishringnum er verndarinn grænn, hann er á móti einelti og hjálpar eða reynir að hjálpa þolenda.

Skilgreining á einelti

■ Einelti er neikvætt, langvarandi og endurtekið áreiti sem beinist gegn einum eða fleiri einstaklingum og hefur margþætt neikvæð áhrif á þá sem fyrir því verða. Einelti felur í sér valdaójafnvægi og misbeitingu á valdi