Starfamessa Austurlands verður haldin fimmtudaginn 19. september frá kl. 10-14 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Markmiðið er að kynna störf og starfsgreinar í heimabyggð fyrir ungu fólki í landshlutanum, ásamt því að vekja athygli á fjölbreyttum framtíðartækifærum á Austurlandi. Gestir Starfamessu Austurlands 2024 eru allir nemendur í 9. og 10 bekk grunnskóla ásamt fyrsta árs nemendum framhaldsskóla. Sýningin verður á skólatíma og er reiknað með um 400 nemendum.
Fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi býðst sér að kostnaðarlausu að taka þátt og setja upp sýningarbás og kynna þau störf sem unnin eru:
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.