Þorrablót skólans er á sínum stað og er fyrir starfsfólk og nemendur 6. - 10, bekkjar. Nemendur í 10. bekk sjá um veislustjórn og skemmtiatriði. Nemendur 9. bekkjar sjá um skreytingar og nemendur 8. bekkjar þjóna til borðs.
Þorrablót yngri nemenda er haldið á skólatíma daginn eftir þorrablót unglinganna. Þar fá krakkarnir að smakka þorramatinn, syngja og horfa á hluta af skemmtiatriðum frá kvöldinu áður.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.